Um okkur

Hugmyndin að Reykjavík Chips fæddist þegar Arnar Dan bjó í Milano á Ítalíu og fylgdist með álíka stöðum spretta upp eins og gorkúlur í borginni. Þegar hann loksins steig inn á einn slíkan og keypti fyrsta skammtinn var ekki aftur snúið, hann yrði að taka þessa hugmynd með sér til Íslands.

Eftir heimkomu talaði Arnar við Ara Þór Gunnarsson, landsliðskokk, en svo vel vildi til að hann býr fyrir ofan Arnar á Vesturgötunni. Saman fóru þeir á fullt í að finna réttu kartöflurnar og hina fullkomnu eldunaraðferð. Þegar það var allt saman komið í ferli komu Friðrik Dór og Hermann Óli inn í myndina. Strákarnir hittust í eldhúsinu og voru sammála um að hugmyndin væri of góð til að láta ekki á hana reyna en vissu á sama tíma að þeir gætu þetta ekki einir. Þeir skrifuðu niður lista af nöfnum sem gætu verið líkleg til þess að vilja koma að verkefninu með fjármagn og bjuggu sig undir langa leit að slíkum aðila. 

Hálftíma seinni kíkti Friðrik hins vegar í kaffi til Ólafs Arnalds, sem var alls ekki á listanum góða, og nefndi hugmyndina við hann í framhjáhlaupi. Það er skemmst frá því að segja að Óli var strax meira en til í að koma inn í verkefnið og spurði hreinlega "af hverju eruði að stela hugmyndinni minni". Þá kom upp úr krafsinu að Óli er mikill áhugamaður um belgískar kartöflur og hafði lengi gengið með sömu hugmynd í maganum. Þetta var því sannkallað match made in heaven. Upp úr þessu fóru hjólin að snúast á fullu og nú er þetta allt saman orðið að veruleika. Kæru gestir, verið velkomin á Reykjavík Chips!


Opnunartími

Mánudag - Föstudag
11:30 - 22:00

Laugardag - Sunnudag
11:30 - 23:00


Staðsetning

Reykjavík Chips er staðsett á besta stað bæjarins í miðbæ Reykjavíkur Vitastíg 10.


101 Reykjavík

Vitastígur 10
101 Reykjavík.

 

Staðurinn

Staðurinn er hannaður til þess að fólk hafi það sem allra best inná staðnum. Kósýhornið okkar er með þægilegum sætum og þar getur fólk setið, spjallað saman og fengið sér fröllur. Bjórtunnur eru notaðar sem fótahvílur á sætunum og erum við með myndir af frægu fólki sem hefur orðið Chips eða Fry í nafninu sínu.