Screen Shot 2015-06-25 at 1.36.17 PM.png

Fröllurnar

Franskarnar okkar eru alls ekki franskar ekki frekar en franskar yfir höfuð, þær eru belgískar. Við steikjum kartöflurnar okkar að belgískum sið en að sjálfsögðu með okkar twisti. 

„Ef við fengjum að ráða væri talað um bellur en ekki fröllur!“


Sósurnar

SAMURAI
CHILI MAYO SAUCE

Samuraiarnir í Japan til forna gátu verið stórhættulegir. Ef þú þolir ekki hitann þá er þessi sósa það kannski líka. 

KOKTEIL
COCTAIL SAUCE

Við viljum meina að við séum búnir að enduruppgötva kokteil sósuna. Ef hún var ekki íslensk fyrir þá er hún það núna. 

MÆJÓ 
MAYO

Mayones er eitt, Reykjavík Chips mayones er annað. Létt og bragðmikið, alveg eins og það á að vera!

ANDALÚSÍA
SWEET MUSTARD SAUCE

Okkur finnst okkar útgáfa af Andalouse sósunni algjörlega frábær. Þú verður að prófa! 

TÓMATÓ
KETCHUP

Tómatsósa eins og þú hefur aldrei fengið hana áður.  Bragðlaukarnir munu dansa af unun.

BUFFY
GARLIC SAUCE

Það þarf enginn að hræðast vampírur eftir einn skammt af kartöflum og Buffy. Hvítlaukssósa með alvöru hvítlauksbragði.

HARAKIRI
CHILI MAYO SAUCE

Við erum líklega að ýkja örlítið þegar við líkjum sósunni okkar við Harakiri sem er vissulega sjálfsmorð Samuraia. Hún er samt ansi sterk...

GRASLAUKSSÓSA
CHIVES SAUCE

Fyrir fólk með rétt þroskaða bragðlauka notum við rétt þroskaða graslauka til þess að búa til okkar geggjuðu graslauks sósu.

HANNIBAL
PICKLE SAUCE

Hannibal var flókinn maður og einstakur á sinn hátt. Hannibal er flókin sósa og einstök á allan hátt.

SATAY VEGAN SÓSA
SATAY VEGAN SAUCE

Satay hnetusmjörssósa að hætti Hollendinga. Hún er hrikalega góð og svo er hún vegan friendly!


Eðalbjór

Frábært úrval af íslenskum og belgískum bjór til að skola niður ljúffengu fröllunum okkar.