Opnunartímarnir loksins negldir niður

Kæru vinir. 
Við höfum verið spurð töluvert um opnunartímana okkar undanfarið enda verður að viðurkennast að þeir hafa aðeins verið á flakki þessa fyrstu daga. Um leið og við biðjumst velvirðingar á því viljum við tilkynna að nú erum við búin að negla opnunartímana niður fyrir næstu misseri:

Reykjavík Chips verður opið þriðjudaga til sunnudaga frá 11:30 til 23:00. Á mánudögum ætlum við að hafa lokað til að byrja með.

Annað sem við viljum koma á framfæri er að okkar fyrsta upplag af kartöflum (sem var 600 kg!!!) mun líklega klárast um helgina. Því gildir það um helgina að við höfum opið skv. fyrrnefndum tímum á meðan birgðir endast, hversu lengi það verður kemur svo bara í ljós. Við opnum svo samkvæmt plani næsta þriðjudag með ferskan lager af kartöflum.
Með von um að þeir sem eiga eftir að koma og smakka láti sjá sig og þeir sem þegar hafa smakkað komi aftur!
Við elskum ykkur,
-Reykjavík Chips