Bestu þakkir!

Kæru vinir. Aðsóknin í dag var langt framar vonum, en við seldum 800 skammta á fjórum tímum. Þetta þýðir hins vegar að við kláruðum skammtana! Við verðum að segja, í fullri einlægni, að við áttum aldrei von á þessu.
Af þessum orsökum verðum við að loka um stundar sakir eða fram til klukkan 19:00. Erum að steikja á fullu í augnablikinu og ætlum að halda áfram að bjóða uppá bestu franskar á Íslandi frá klukkan 19 og fram eftir kvöldi. Við vonum að þið sýnið okkur skilning og kíkið á okkur í kvöld!
Bestu kveðjur,
Reykjavík Chips.