Metnaðarfullur rekstrarstjóri óskast.

Metnaðarfullur rekstrarstjóri óskast.
Reykjavík Chips auglýsir eftir rekstrarstjóra í fullt starf.

Helstu viðfangsefni:
- Daglegur rekstur Reykjavík Chips - Starfsmannahald
- Umsjón með útborgun launa og reikninga
- Birgðastjórnun (innkaup og birgðabókhald)
- Gæðaeftirlit
- Yfirmaður í fjarveru framkvæmdarstjóra
- Afgreiðslustörf á álagstímum

Hæfniskröfur
- Reynsla af eldhúsi eða veitingarekstri
- Metnaður fyrir vöruþróun og stækkunarmöguleikum
- Færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði
- Snyrtimennska
- Menntun sem nýtist í starfi æskileg

Hugsar þú í lausnum og hefur frábæra þjónustulund?
Hefur þú áhuga á matargerð og langar að taka þátt í að bjóða uppá bestu franskar á Íslandi?
Þá ert þú einstaklingurinn sem við leitum að.

Umsóknir sendist á netfangið reykjavikchips@gmail.com. fyrir 1. desember 2015.
Ferilskrár skulu fylgja umsóknum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fyrir 1 janúar. 2016.

Opnunartímarnir loksins negldir niður

Kæru vinir. 
Við höfum verið spurð töluvert um opnunartímana okkar undanfarið enda verður að viðurkennast að þeir hafa aðeins verið á flakki þessa fyrstu daga. Um leið og við biðjumst velvirðingar á því viljum við tilkynna að nú erum við búin að negla opnunartímana niður fyrir næstu misseri:

Reykjavík Chips verður opið þriðjudaga til sunnudaga frá 11:30 til 23:00. Á mánudögum ætlum við að hafa lokað til að byrja með.

Annað sem við viljum koma á framfæri er að okkar fyrsta upplag af kartöflum (sem var 600 kg!!!) mun líklega klárast um helgina. Því gildir það um helgina að við höfum opið skv. fyrrnefndum tímum á meðan birgðir endast, hversu lengi það verður kemur svo bara í ljós. Við opnum svo samkvæmt plani næsta þriðjudag með ferskan lager af kartöflum.
Með von um að þeir sem eiga eftir að koma og smakka láti sjá sig og þeir sem þegar hafa smakkað komi aftur!
Við elskum ykkur,
-Reykjavík Chips

Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld!

Hæhæ, við viljum þakka fyrir stórkostlegar viðtökur. Aðsóknin hefur verið vonum framar og já, það er allt að klárast aftur! 
Til að svara þessari miklu eftirspurn lokum við stundarkorn og opnum aftur kl. 18:30. Við vonum að þið sýnið okkur skilning og hlökkum til að sjá ykkur í kvöld!

Bestu kveðjur,
Reykjavík Chips.

Þakklæti.

Kæru vinir, TAKK! Við erum ofboðslega ánægðir með hversu margir litu við hjá okkur í gær og hversu margir yfirgáfu staðinn með bros á vör. Opið milli 11:30 og 23 í dag. 
Kv. Reykjavík Chips

Bestu þakkir!

Kæru vinir. Aðsóknin í dag var langt framar vonum, en við seldum 800 skammta á fjórum tímum. Þetta þýðir hins vegar að við kláruðum skammtana! Við verðum að segja, í fullri einlægni, að við áttum aldrei von á þessu.
Af þessum orsökum verðum við að loka um stundar sakir eða fram til klukkan 19:00. Erum að steikja á fullu í augnablikinu og ætlum að halda áfram að bjóða uppá bestu franskar á Íslandi frá klukkan 19 og fram eftir kvöldi. Við vonum að þið sýnið okkur skilning og kíkið á okkur í kvöld!
Bestu kveðjur,
Reykjavík Chips.